Laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrar ákveðin

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2017 hækki um 10% frá fyrra ári. Einnig var samþykkt að hámarksfjöldi tíma fyrir 14 ára verði 105 tímar, fyrir 15 ára verði 180 tímar og fyrir 16 ára verði 240 tímar.

Laun 2017:

  • 14 ára kr. 501
  • 15 ára kr. 572
  • 16 ára kr. 751
  • 10,17% orlof er greitt til viðbótar við tímakaup.