Það verður þétt dagskrá á Berjadögum í Ólafsfirði í dag og hefst strax kl. 10 í Ólafsfjarðarkirkju. Boðið verður uppá gróðursetningu með Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar. Myndlistarsýning opnar í Pálshúsi kl. 14:00. Þá verða tónleikar í Hornbrekku kl. 15:30. Kvöldinu lýkur með tónleikum í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 20, en húsið opnar fyrr. Miðar á tix.is.
Þriðji hátíðardagur Berjadaga 2023 býður upp á fjölskyldusöng, gróðursetningu, myndlist og tónleika.
AÐGANGUR ÓKEYPIS!
kl. 10:00-10:45 – Söngur með börnum: ,,Foli, foli fótalipur“
kl. 10:45-11:45: Gróðursetning með Önnu Maríu
kl. 14:00-17:00: Opnun myndlistarsýningar í Pálshúsi
kl. 15:30 – 16:00 Tónleikar á Hornbrekku!
//
FOLI, FOLI FÓTALIPUR
Fjölskyldusöngstund á Berjadögum
HVAR: Ólafsfjarðarkirkju
HVENÆR: kl.10:00-10:45
Komdu að syngja og dansa við skemmtilegar dýravísur!
Fiðlu- og tónmenntakennarinn Diljá Sigursveinsdóttir leiðir tónlistarsamverustund fyrir alla í fjölskyldunni. Ungabörn, grunnskólabörn, unglingar, foreldrar og ekki síst afar og ömmur; allir hjartanlega velkomnir!
Farið verður beint í gróðursetningu fyrir þá sem vilja í framhaldinu.
Aðgangseyrir: 0 kr.
//
GRÓÐURSETNING MEÐ ÖNNU MARÍU
formanni Skógræktarfélags Ólafsfjarðar: Kl. 10:45-11:45
HVAR: Hittast við Ólafsfjarðarkirkju beint eftir söngstundina
HVENÆR: kl.10:45-11:45
Ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt í að gróðursetja. Trjárækt og samvera með plöntum!
Það má skrá sig í síma s. 8612010 eða í s. 6152231.
Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.
//
OPNUN MYNDLISTARSÝNINGAR Í PÁLSHÚSI:
Sean Patrick O’Brien myndlistarmaður sýnir verk sín kl. 14:00
“The Desire to Fly” er sýning í Pálshúsi sem fagnar íslenskri fuglaflóru og löngun mannsins til þess að upphefja sig til flugs. Með verkum sínum býður Sean fólki af öllum aldri að leggja af stað í eins konar flugferð þar sem ferðast er á milli heima töfra og uppgötvunar.
Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.
//
TÓNLEIKAR Í HORNBREKKU 15:30
Tónleikar og samvera:
Tónlistarmenn sem koma fram á Berjadögum smita vistmenn af gleðinni sem fylgir hátíðinni og leika tónlist af ýmsum toga. Allir velkomnir!
Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.
//
ÍSLENSKIR STRENGIR OG ÍSLENSKIR EINLEIKARAR – Menningarhúsið Tjarnarborg kl. 20
Húsið opnar kl 19:15
Tinna Þorsteinsdóttir píanó
Björg Brjánsdóttir þverflauta
Ármann Helgason klarínett
Ave Kara Sillaots harmonika
Konsertmeistari:
Chrissie Thelma Guðmundsdóttir
Hljómsveitarstjóri:
Ólöf Sigursveinsdóttir
Þeir sem heyra í strengjasveit verða sjaldan ósnortnir! Strengjasveitin Íslenskir strengir var stofnuð árið 2017. Hópurinn kemur í Tjarnarborg og heillar áheyrendur með grípandi tónverkum. Flutt verður Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Impromptu eftir Sibelius. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari frumflytur Cantus III fyrir sóló píanó og strengjasveit eftir John Speight. Einnig spilar Björg Brjánsdóttir LUX fyrir sóló þverflautu og strengi eftir Huga Guðmundsson. Hljómsveitarstjóri er Ólöf Sigursveinsdóttir og konsertmeistari kvöldsins er Chrissie Thelma Guðmundsdóttir. Rúsínan í pylsuendanum er tvíleikur Ármanns og Ave Kara Sillaots á harmónikku – en þau slógu í gegn í fyrra á Berjadögum.
Góða skemmtun!