Laugardagur á Akureyrarvöku

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Akureyrarvaka fer fram 24. -25. ágúst árið 2018.

10:00 – 17:00 – MINJASAFNIÐ OG NONNAHÚS

Skoðaðu fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar á söfnunum tveimur.

 

10:00 – 17:00 – IÐNAÐARSAFNIÐ

Myndirnar Iðnaðarbærinn Akureyri, úr safni RÚV, og Arnarauga, eftir Örn Inga, verða sýndar reglulega yfir daginn.

*Aðgangseyrir.

 

11:00 – TORFUNEFSBRYGGJA

Sagan séð frá sjó. Sigling með Húna II, meðfram ströndinni frá Höfner að Krossanesi.

 

11:00 – 13:00 – FJÖR Í SUNDLAUG AKUREYRAR

Það verður stemning í Sundlaug Akureyrar þar sem ungt og efnilegt tónlistarfólk lætur ljós sitt skína, en fram koma rapphljómsveitin Blautir sokkar, söngvarinn Anton og raftónlistarmaðurinn Stefán Elí. Í innilaug mun Egill Bjarni vera með uppistand og kl. 12 hefst Aqua Zumba með Þórunni. Einnig munu ný, skemmtileg, uppblásin leikföng poppa upp. Eftir sundferðina býður Serena Pedrana frá Orðakaffi upp á bragðgóða marengstoppa til að gleðja bragðlaukana.

 *Aðgangseyrir í sundlaug.

 

11:00 – 13:00 – GILJASKÓLI

Hverfisnefnd Giljahverfis og foreldrafélag Giljaskóla blása til afmælishátíðar við Giljaskóla. Boðið verður upp á grill og margs konar skemmtun fyrir unga sem aldna.

 

13:00 – AÐALSTRÆTI 6 – BAKGARÐUR

Lionsklúbburinn Ylfa verður með markað. Ýmsir smáhlutir á góðu verði, flest allt gamalt. Heitt á könnunni.

 

13:00 – 17:00 – LISTAGILIÐ

Hversu mörgum fornbílum er hægt að koma fyrir í Listagilinu? Fornbíladeild BA gerir tilraun til að setja met og mætir með glæsikerrur og úrvals jálka.

 

13:00 – 16:00 – DAVÍÐSHÚS

Nýttu tækifærið og skoðaðu hús skáldsins.

 

13:00 – 17:00 – GÖNGUGATA

Flóamarkaðsstemning í göngugötunni.
Skráning á netfanginu akureyrarvaka@akureyri.is.

 

13:00- 16:00 – VÍSINDASETRIÐ Í HOFI

Vísinda Villi verður með stórsýningu í Vísindasetrinu í Hofi en hann þekkja flestir krakkar. Vísindabækur hans hafa kveikt forvitni og áhuga á vísindum hjá þúsundum krakka og von er á fimmtu bókinni í haust. Hann mætir með töskuna fulla af alls konar sniðugu dóti, gerir magnaðar tilraunir og spjallar um vísindi, lífið og listina og alveg pottþétt um rafmagnsgítara. Þetta verður sturlað stuð! Tvær sýningar eru í boði, kl. 13:30 og 15:30.

Húlladúllan mætir í Hamra með vinkonu sinni, Doppu tígrisdýri, og saman leiða þær okkur í gegnum hvernig þyngdaraflið, miðflóttaraflið og meira að segja landafræðin hafa áhrif á sirkuslistir.

Í Hamragili og Nausti verður hægt að fræðast um allt mögulegt. Hvar er best að hjóla eða ganga á Akureyri? Hverju þarf að huga að þegar grafa skal göng? Er hægt að vera á tveimur stöðum í einu með hjálp sýndarveruleika? Hvernig býr maður til sýndarveruleika? Fab Lab mætir með þrívíddarprentara og Skákfélag Akureyrar útskýrir vísindin á bak við næsta leik. Hvernig er rafmagn flutt? Hvað leynist undir Akureyrarbæ? Hvernig ræktar maður þörunga? Hvað gerist þegar rafmagn er framleitt með hreyfingu? Viltu prófa að mæta í sjónvarpsviðtal?

Þátttakendur í Vísindasetrinu eru EFLA verkfræðistofa, Raftákn, Menningarfélag Akureyrar, Norðurorka, Eimur, Fab lab Akureyri, Vistorka, Skákfélag Akureyrar, Leikjagerðin, Vaðlaheiðargöng, Nýsköpunarmiðstöðin, Húlladúllan og N4.

 Aðalstyrktaraðilar: Efla, MAk, Raftákn, Eimur

 

13:00 – 22:00 – GILIÐ VINNUSTOFUR

Skapandi og kósí stemning. Formleg opnun á söluvegg með vörum eftir hönnuði hússins.

 

13:00 – 23:00 – SJOPPAN VÖRUHÚS

Frumsýning á Jóni í Akureyrarvökulit og flott tilboð á völdum vörum.

 

14:00 – HAMARKOTSTÚN

Frisbígolffélag Akureyrar bíður upp á kynningu og kennslu fyrir áhugasama.

 

14:00 – 16:00 – BAUTINN

Matreiðslumenn Bautans töfra fram smakkrétti af nýjum matseðli.

 

14:00 – 16:00 – RUB 23

Matreiðslumenn Rub sýna listir sínar og leyfa fólki að bragða.

 

14:00 – 16:00 – SUSHI CORNER

Matreiðslumenn rúlla upp margs konar freistingum fyrir gesti og gangandi til að smakka.

 

14:00 – 17:00 – GÖNGUGATA

Jóna Bergdal málar og sýnir vatnslitamyndir af Akureyri.

 

14:00 – 17:00 – RÁÐHÚSTORG 7

Akureyringar eru eins misjafnir og þeir eru margir, en það er einmitt viðfangsefni ljósmyndarans Daníels Starrasonar á sýningunni Andlit Akureyrar. Á sýningunni má sjá portrettmyndir af Akureyringum, stórum sem smáum, ungum sem öldnum sem sameinast í höfuðstað hins bjarta norðurs.

 

14:00 – 18:00 – ZONTAHÚSIÐ

Zontaklúbbur Akureyrar býður upp á dýrindis kökuhlaðborð í Aðalstræti 54. Fullorðnir 1.500 kr. börn 750 kr. Allur ágóði rennur til góðgerðarverkefna Zontaklúbbsins. Allir hjartanlega velkomnir.

 

14:00 – 20:00 – GILFÉLAGIÐ – DEIGLAN

Salman Ezzammoury, gestalistamaður Gilfélagsins í ágúst sýnir ný verk unnin á Íslandi innblásin af lífinu og landslagi Akureyrar.

 

14:00 – 22:00 – LISTASAFNIÐ – VINNURÝMI

Myndlistarfélagið opnar sína fyrstu sýningu í nýjum húsakynnum í Mjólkurbúðinni. Sýningin er óundirbúin samsýning með blöndu af gömlum og nýjum verkum félagsmanna.

 

14:00 – 24:00 – LISTASAFNIÐ – VINNURÝMI

„Margs konar að hætti Rösk.” Listhópurinn Rösk verður með opna vinnustofu. Til sýnis verða verk sem listhópurinn hefur unnið á undanförnum árum.

 

15:00 – 18:00 – RÁÐHÚSTORG

Skátafélagið Klakkur býður upp á afþreyingu á Ráðhústorgi. Meðal annars verður hægt að poppa, grilla sykurpúða, blása sápukúlur, tefla á risatafli, gera barmmerki og margt fleira.

 

15:00 – 20:00 – UNGMENNAHÚSIÐ Í RÓSENBORG

Þátttakendur í Skapandi sumarstörfum 2018 sýna afrakstur vinnu sinnar í sumar á 4. hæð.

 

15:00 – 23:00 – OPNUN LISTASAFNSINS

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri, auk þess sem 25 ára afmæli safnsins er fagnað. Blásið verður til mikillar listahátíðar með opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins. Það eru sýningarnar Hreyfðir fletir eftir Sigurð Árna Sigurðsson, Hugleiðing um orku eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Hugmyndir eftir Hjördísi Frímann og Magnús Helgason. Einnig úrval af verkum í eigu safnsins, valin verk frá Listasafni ASÍ og yfirlit yfir sögu Listagilsins, Frá Kaupfélagsgili til Listagils. Auk þess verður enn hægt að sjá sýningarnar Bleikur og grænn, með hönnun Anitu Hirlekar, og Fullveldið endurskoðað.  Einnig munu safnbúð og nýtt kaffihús taka til starfa og yfir daginn verða fjölbreytt tónlistaratriði með Dimitrios Theodoropoulos, Jazz tríói Ludvigs Kára, finnsku kórunum Florakören og Brahe Djäknar og um kvöldið mun DJ Kveldúlfur halda uppi stemningunni. Frekari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu safnins: listak.is.

 

15:00 – 23:00 – SAFNBÚÐ LISTASAFNSINS

Formleg opnun safnbúðar Listasafnsins á Akureyri. Til sölu ýmsar skemmtilegar vörur tengdar listum og menningu.

 

15:00 – 23:00 – GIL KAFFIHÚS

Nýtt kaffihús í Listasafninu tekur vel á móti þér með kaffi frá Reykjavík Roasters og lystilegum kræsingum, skemmtileg tilboð í gangi.

 

18:00 – 19:00 – LISTASAFNIÐ – SALUR 10 – KETILHÚS

Florakören og Brahe Djäkner eru kórar frá Åbo Akademi University í Finnlandi. Þau halda tónleika þar sem farið verður í ferðalag um norræna náttúru, tónlist og mystík. Stjórnandi kóranna er Ulf Långbacka.

 

19:00 – 07:00 – AMTSBÓKASAFNIÐ

Mynd- og hljóðverkið Coco Vin.

 

19:00 – 20:00 – LISTAGILIÐ

DJ Doddi Mix hitar upp fyrir stórtónleikana með eðal mixi eins og hans er von og vísa.

 

21:00 – 22:30 – STÓRTÓNLEIKAR Í LISTAGILINU

Fram koma: SVALA – JÓNAS SIG – SALKA SÓL – MAGNI – BIRKIR BLÆR

Flestir ættu að kannast við þetta frábæra tónlistarfólk, sem mun flytja þekktustu lög sín við undirleik hljómsveitarinnar VAÐLAHEIÐIN. Hljómsveitina í ár skipa Valur Freyr Halldórsson, Summi Hvanndal, Kristján Edelstein, Arnar Tryggvason og Valmar Väljaots.

TÓNLEIKARNIR VERÐA SENDIR ÚT Á RÁS 2

 Aðalstyrktaraðilar: Eimskip, Landsbankinn

 Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Exton.

 

21:30 – 23:30 – KIRKJUTRÖPPUR

FRIÐARVAKA
Slysavarnadeildin á Akureyri og kvenfélag Akureyrarkirkju selja friðarkerti og verður safnað fyrir hjartastuðtækjum sem m.a. verður komið fyrir í Akureyrarkirkju. Taktu þátt í friðarvökunni og leggðu þitt af mörkum. Kertin verða seld á setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum og frá kl. 13 á laugardaginn í miðbænum.

 

22:00 – GRÆNI HATTURINN

Hljómsveitin Valdimar heldur uppi stuðinu.

*Aðgangseyrir.

 

23:00 – TORFUNEFSBRYGGJA

Miðnætursigling með Húna II um Pollinn. DJ Ívar Freyr galdrar fram lög sem tengjast hafinu, sjómennsku og lífinu.