Látinna minnst í kirkjugarðinum í Ólafsfirði 21. nóvember – frestað

Uppfært: Viðburðinum hefur verið frestað vegna veðurs.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður í ár haldinn víða um land sunnudaginn 21. nóvember næstkomandi.  Um leið og við minnumst þeirra sem látist hafa í slysum ætlum við að leggja áherslu á fólkið sem kemur fyrst á slysstað þ.e. viðbragðsaðila og munum um leið leggja áherslu á notkun öryggisbelta.

Í Ólafsfirði verður komið saman kl. 17:00, sunnudaginn 21. nóvember, við minningarsteininn í kirkjugarðinum og látinna minnst. Að því loknu verður gengið upp að tjörninni og kertum fleytt.

Að kertafleytingu lokinni býður Slysavarnardeild kvenna upp á kakó og piparkökur við tjörnina.

Er þessi viðburður unninn í samstarfi við viðbragðsaðila í Fjallabyggð.