Lárus Orri Sigurðsson þjálfari Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þetta tímabil. Liðið er þegar fallið í 2. deild en á einn leik eftir gegn Selfossi á n.k laugardag. Lárus Orri segist hafa verið búinn að ákveða þetta fyrir mótið, sama hvernig hefði gengið með liðið. Hann hefur þjálfað liðið í þrjú ár og keyrt á allar æfingar frá Akureyri sem tekur sinn toll. Hann segir liðið hafa byrjað mótið vel og að andstæðingar liðsins hafi vanmetið þá í upphafi móts. Hann segir betra fyrir félagið að vera í 2. deild eins og staðan sé hjá þeim í dag.
Nánar um þetta mál á fótbolti.net