Lárus Orri býst við erfiðum leik

Lárus Orri þjálfari KF býst við erfiðum úrslitaleik í lokaumferðinni í 2. deild karla. KF mætir Hamar frá Hveragerði á laugardaginn. Full rúta af stuðningsmönnum mun fylgja liðinu og verður það gríðarlega mikilvægt að hafa góðan stuðning. KF dugar jafntefli eða sigur til að komast upp í 1. deild karla í knattspyrnu. Fyrri leikur liðanna fór 4-1 fyrir KF.

Viðtal við Lárus Orra á Fótbolta.net er hér.