Lánsbækur fríar á bókasafninu á Dalvík

Á nýju ári tók gildi ný gjaldskrá á Bókasafninu á Dalvík. Bækur eru nú lánaðar án endurgjalds til þeirra sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð.

Hingað til hafa börn, eldri borgarar og öryrkjar ekki greitt árgjald en framvegis er frítt fyrir alla.  Dagsektir vegna vanskila á gögnum munu hins vegar hækka um helming þ.e. frá því að vera 20 kr. á dag í 40 kr. Tekjur af því munu vega upp á móti skerðingu vegna árgjaldanna en það er í höndum hvers og eins.

Foreldrar þurfa þó að vera ábyrgðarmenn fyrir útlán barna innan 18 ára aldurs.

Á safninu er hægt að leigja út bækur, tímarit, hljóðbækur og dvd-diska.

Bókasafnið er staðsett í Bergi Menningarhúsi á Dalvík.