Langir biðlistar eftir plássi og hvíld á Hornbrekku

Stjórn Hornbrekku í Ólafsfirði hefur greint frá því að biðlisti eftir plássi í hvíld sé að lengjast og biðlisti eftir varanlegu plássi á Hornbrekku er orðinn töluvert langur. Ýmsar jákvæðar framkvæmdir voru í sumar, en dreginn var ljósleiðari á efri hæð Hornbrekku. Dregið var inn á hvert herbergi og þá höfðu þeir íbúar sem það vildu kost á því að fá sér eigið netsamband með þeirri tengingu. Þá var þráðlaust net í húsinu stækkað með nýjum tengibúnaði.

Unnið hefur verið að uppsetningu nýs bjöllukerfis en covid hefur tafið það verkefni.
Þá kemur fram að það sé farið að bera á þreytu hjá starfsfólki, vegna auka álags út af heimsóknartakmörkun.