Landsmóti hestamanna lauk á sunnudaginn á Hólum í Hjaltadal með fyrirlestrum og sýnikennslu. Önnur úrslit urðu eftirfarandi:

Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing. Þau hlutu 9,16 í einkunn. Eyrúnn Ýr er jafnframt fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti. Hún hlaut að auki Gregesen styttuna sem veitist þeim knapa sem skarar fram úr í A eða B flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburða vel hirtum hesti.

A-flokkur gæðinga
Sæti Keppandi
1 Hrannar frá Flugumýri II / Eyrún Ýr Pálsdóttir 9,16
2 Arion frá Eystra-Fróðholti / Daníel Jónsson 9,04
3 Skýr frá Skálakoti / Jakob Svavar Sigurðsson 8,92
4 Undrun frá Velli II / Elvar Þormarsson 8,91
5 Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 8,91

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili skákaði Loka frá Selfossi og sigraði B-flokkinn með 9,21. Loki var þó mjög skammt undan með 9,18. Jakob Svavar Sigurðsson sat Nökkva en Árni Björn Pálsson Loka.

B-flokkur A-úrslit

1 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson 9,21
2 Loki frá Selfossi / Árni Björn Pálsson 9,18
3 Spölur frá Njarðvík / Ásmundur Ernir Snorrason 8,99
4 Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst 8,98
5 Katla frá Ketilsstöðum / Bergur Jónsson 8,85

Sleipnisbikarinn á Landsmótinu en hann er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. Það var Arður frá Brautarholti sem hlaut bikarinn að þessu sinni. Þeir voru tveir stóðhestarnir sem hlutu heiðursverðlaun í ár en hinn hesturinn var Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, sem hlaut annað sætið.

Heimild: landsmot.is