Landsmót UMFÍ 50+ verður á Blönduósi næsta sumar

Undirritaðir hafa verið samningar vegna 5. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli Ungmennasambands Austur Húnvetninga og Ungmennafélags Íslands um að USAH taki að sér framkvæmd mótsins. Mótið verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní næsta sumar. Blönduós er góður staður til að halda slíkt mót, góð íþróttamannvirki eru til staðar og almenn þjónusta með ágætum. Íþróttakeppnin fer öll fram á Blönduósi.

Undirbúningur er hafinn fyrir nokkru síðan og það er mikill metnaður í heimamönnum að gera mótið sem allra best úr garði og lögð verður áhersla að taka vel á móti öllum mótsgestum. Þetta mót verður svipað og þau fyrri en þó verður lögð meiri áhersla á afþreyingu og skemmtun.

Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu á Blönduósi eru boccia, bridds, dráttarvélaakstur, Frjálsíþróttir,frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, judó, lomber, pútt einstaklingskeppni, pútt liðakeppni, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund.

SONY DSC

Texti og mynd: umfi.is