Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Um komandi helgi fer fram á Blönduósi Landsmót UMFÍ 50+. Mótið er nú haldið í fimmta sinn og keppendur sem allir eru 50 ára og eldri verða um 400 talsins. Keppt er í mörgum greinum eins og t.d. boccia, sundi, skotfimi, hestaíþróttum, frjálsum íþróttum, bridds, skák,lomber og fleira.

Keppendur koma að af öllu landinu og er viðbúið að mikið fjör verði á Blönduósi um helgina því keppnisskapið er svo sannarlega fyrir hendi þó svo ungmennafélagsandinn svífi yfir vötnum.

Keppnin hefst um hádegi á föstudegi en mótssetningin verður á föstudagskvöldið í Félagsheimilinu Blönduósi og þangað eru allir velkomnir, keppendur sem og heimamenn. Mótsslit eru upp úr hádeginu á sunnudegi.

Alla dagskránna má sjá á vef umfi.is