Landsmót kvæðamanna í Fjallabyggð um helgina

Landsmót kvæðamanna 2017 verður haldið í Fjallabyggð dagana 21. – 23. apríl.  Þetta er fimmta landsmót kvæðamanna frá því að Stemma – Landssamtök kvæðamanna voru stofnuð, 3. mars 2013. Landsmótin hafa öll verið haldin í Fjallabyggð nema árið 2016, sem var haldið á Egilsstöðum.  Dagskrá mótsins hefst með tónleikum kvæðamanna á föstudagskvöldinu, á laugardeginum eru námskeið og kvöldvaka, á sunnudeginum er svo aðalfundur Stemmu.

Mótið er ekki eingöngu fyrir félaga í landssamtökum Stemmu, heldur eru allir velkomnir á námskeið, tónleika og skemmta sér með kvæðamönnum á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu þar sem gestir gæða sér á krásum kokksins, kveða og í lokin dansa fjöruga gamla dansa við undirleik Stúlla.

Dagskrá landsmóts kvæðamanna 2017.

21.04.2017 – föstudagur

Kl. 20:00 – 22:00   Tónleikar kvæðamanna í stóra sal Rauðku. Aðgangseyrir kr. 1.000

 

22.04.2017 – laugardagur

1) Kl. 10-12: Námskeið: Bragfræði með Ragnari Inga í koníaksstofu Rauðku. kr. 2.000*

Hádegisverður á Hannes Boy: Rjómalöguð grænmetissúpa og brauð, kaffi og te,  kr. 2.190

2) Kl. 13-14:50: Námskeið: Vestfirskar stemmur með Báru Gríms og Rósu Þorsteins koníaksstofu Rauðku. kr. 2.000*

Kaffi, te og kleinur, kr. 650

3) Kl. 15:10 – 17: Námskeið: Tvísöngvar með Rúnu Ingimundar koníaksstofu Rauðku. Kr. 2.000*

*Öll námskeiðin, kr. 5.000

Kl. 19:00 – 24:00. Kvöldvaka á Rauðku þriggja rétta – á þjóðlegu nótunum. Forréttur: Ferskar rækjur með hvítlauk og steinselju. Aðalréttur: Lambalæri ásamt meðlæti. Eftirréttur: Skyrkaka hótel sigló, kaffi og te, kr. 4.800

Rúsínan í pylsuendanum: Gömlu dansarnir með Stúlla

 

23.04.2017 – sunnudagur

Kl. 10:00 – 12:00.  Aðalfundur Stemmu – Landssamtaka kvæðamanna í Bláa húsinu

Hádegisverður á Hannes Boy: Aðalréttur: Þorskhnakkar í eggjahjúp ásamt meðlæti. Eftirréttur: Rabbabara pæj ásamt þeyttum rjóma, kaffi og  te. Kr 3.290