Landsmót kvæðamanna verður haldið á Siglufirði dagana 1.-3. mars næstkomandi af frumkvæði kvæðamannafélagsins Rímu á Siglufirði. Steindór Andersen verður aðalgestur hátíðarinnar auk þess sem haldið verður námskeið í bragfræði og vísnagerð, haldnar verða kvöldvökur, dansiball og ýmislegt fleira skemmtilegt.