Landsbjörg vildi upplýsingaskjá í sundlauginni í Ólafsfirði

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur óskað eftir að settur verði upp upplýsingaskjár í sundlauginni í Ólafsfirði þar sem sýnilegar verði upplýsingar fyrir ferðamenn um færð á vegum og fleira með beintengingu við vefinn safetravel.is.

Kostnaður Fjallabyggðar væri áætlaður 360 þúsund krónur ásamt rekstri en komið hefur í ljós að tæknilega sé ekki hægt að nýta upplýsingaskjái Fjallabyggðar sem eru staðsettir í báðum byggðakjörnum fyrir þessa upplýsingagjöf og var því þessari beiðni hafnað.

Ólafsfjarðarvöllur