Landsbankinn efnir til funda á Siglufirði og Akureyri um uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá bankans til ársins 2018. Á fundunum verður einnig fjallað um þróun fasteignaverðs á Norðurlandi og víðar á landsbyggðinni, lausafjárstýringu fyrirtækja, aflandskrónuútboð Seðlabankans, stöðu og horfur á mörkuðum og fleira. Fundurinn fer fram 1. júní á Sigló hótel kl. 17:30. Meðal dagskráliða er kynning Þrastar Þórhallssonar á endurbyggingu á gamla gagnfræðaskólanum á Siglufirði sem hann hefur endurgert sem íbúðahúsnæði.
- Fundurinn á Siglufirði verður haldinn á Sigló Hótel miðvikudaginn 1. júní kl. 17.30.
- Fundurinn á Akureyri verður haldinn á Hótel Kea fimmtudaginn 2. júní kl. 17.30.
Dagskrá fundarins á Siglufirði
- Ari Skúlason, hagfræðingur á Hagfræðideild Landsbankans, fer yfir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans. Hann mun einnig fjalla um þróun fasteignamarkaðarins um þessar mundir þar sem komið verður inn á stöðu og þróun á Norðurlandi og stærstu bæjum þar.
- Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans, kynnir kosti í lausafjárstýringu fyrirtækja og leitast við að svara spurningunni: Hvers vegna er eignastýring fyrir alla?
- Rósa Björgvinsdóttir, forstöðumaður hjá Landsbréfum, fer yfir stöðu og þróun á innlendum verðbréfamörkuðum og fyrirhugað aflandskrónuútboð Seðlabankans.
- Þröstur Þórhallsson fasteignasali kynnir endurbyggingu á gamla gagnfræðaskólanum á Siglufirði sem hann hefur endurgert sem íbúðahúsnæði.