Landsbankamótið um helgina á Sauðárkróki

Landsbankamót Tindastóls verður haldið dagana 23. – 24. júní. Mótið er fyrir stelpur í 6.flokki og það hefur vaxið frá ári til árs. Leikið er á glæsilegu svæði Tindastóls í miðbæ Sauðárkróks.  Flest lið spila 4 leiki á laugardegi og 3 á sunnudegi en sum lenda í því að spila 5 á laugardegi og 2 á sunnudegi. Mótið í ár mun samanstanda af 12 völlum. Fjórir þeirra verða á aðalvellinum (gras) en 8 vellir verða á nýju gervigrasi.

Gisting er í skólum sem eru rétt við hlið vallana og síðan er boðið upp á gistingu á tjaldsvæði sem er á Nöfum ofan við íþróttasvæðið.

Dagskrá:

Föstudagur 22. júní

18:00                 Gististaðir opna

19.00-21.00      Afhending armbanda og móttaka liða í Árskóla

Laugardagur 23. júní

07.00-9.00         Morgunmatur í íþróttahúsinu

9.00              Fyrstu leikir hefjast

9-12              Öll lið mæti í myndatöku við Vallarhús

10-16            Strandblak og hoppkastalar við sundlaugina.

11.30-13.00      Matur fyrir keppendur og liðsstjóra (Fótboltasnúður, skyrdrykkur og ávöxtur). Sótt í íþróttahúsið.

14-16               Systkinamót 3-5 ára, skráning fyrir kl.12.00 í sjoppunni (Kr.2.000).

17.30-19.30      Kvöldverður í íþróttahúsinu

19.30-20.15     Kvöldvaka

 

Sunnudagur 13. ágúst

07.00-09.00      Morgunmatur í íþróttahúsinu

09.00                Fyrstu leikir hefjast

11.00-13.00      Hádegisverður í íþrottahúsinu (Pizzur)

14.00-15.00 Síðustu leikjum líkur. Verðlaun afhent eftir síðasta leik hvers liðs.