Landlæknir skrifar undir samning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 11. júní mun landlæknir, Alma D. Möller, skrifa undir samstarfssamning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag. Athöfnin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 17:00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá: 

1. Gestir boðnir velkomnir.

2. Kynning á Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller.

3. Staðan í Fjallabyggð. Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri.

4. Undirskrift samnings. Alma D. Möller og Gunnar I. Birgisson.

5. Hollar veitingar.