Landhelgisgæsluþyrlan TF-GNÁ lenti á túninu skammt frá gamla prestssetrinu í Ólafsfirði í dag og út steig fjögurra manna áhöfn og læknir að auki. Gæslan heiðra þannig Ólafsfirðinga á sjómannahátíð með nærveru sinni.
Ægir Ólafsson, formaður Sjómannafélags Ólafsfjarðar og Atli Rúnar Halldórsson tóku á móti þessari heimsókn og voru gestirnir leystir út með nýju bókinni um Sjómannafélag Ólafsfjarðar.
Mikil og góð  viðbrögð hafa verið í Ólafsfirði við bókinni en henni var dreift í hús í gær.
Bókin var prentuð í Lettlandi fyrir milligöngu Prentmiðlunar ehh og Svarfdælasýsl forlagi. Prentfrágangur bókarinnar er góður og ljósmyndir skila sér vel en þær eru allar lakkaðar. Letur er lesvænt og pappír góður.
Bókin “Fullveldisróður í fjörtíu ár” – “Sjómannafélag Ólafsfjarðar 1983-2023 kom til landsins í maí og verður seld eftir helgina á kostnaðarverði á skrifstofu Sjómannafélags Ólafsfjarðar á 6.500 krónur.
Athygli er svo vakin á því að bókarhöfundurinn, Atli Rúnar Halldórsson, selur bækur fyrir hönd Sjómannafélagsins í Tjarnarborg og áritar, sunnudaginn 4. júní, frá klukkan 13:30 til 16:00.
Kaupendur á höfuðborgarsvæðinu geta vitjað bóka sinna hjá Atla Rúnari Halldórssyni, atli@sysl.is, 899 8820.
Gæti verið mynd af texti