Lagt til að Erla Gunnlaugs verði nýr skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar

Alls voru þrjár umsóknir um starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar sem auglýst var fyrr í sumar.  Allir aðilar voru metnir hæfir og voru öll boðuð í viðtal hjá Fjallabyggð.  Gunnar Birgisson bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeilar tóku starfsviðtöl við umsækjendur.  Lögð var fram tillaga um að Erla Gunnlaugsdóttir yrði ráðin í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Bæjarráð Fjallabyggðar tekur svo lokaákvörðun um ráðningu Erlu sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Erla Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri sérkennslu, Grunnskóla Fjallabyggðar
Helena H. Aspelund, kennari, Grunnskóla Fjallabyggðar
Róbert Grétar Gunnarsson, starfsmaður Eimskips.