Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar er nú skráð ófær á korti Vegagerðarinnar. Engin vetrarþjónusta hefur verið á þessum vegi síðustu árin og því vegurinn ýmist lokaður eða ófær fram á vor eða sumar. Heiðin opnaði óvenju snemma í ár en hún var opnuð í byrjun maí.