Lágheiðin er orðin ófær milli Fljóta og Ólafsfjarðar samkvæmt korti á vef Vegagerðarinnar, en heiðin var þungfær í morgun. Hálka og éljagangur er á Þverárfjalli.  Hálkublettir og éljagangur eru á Siglufjarðarvegi frá Ketilás til Siglufjarðar og frá Ólafsfirði til Dalvíkur. Slabb og krapi er kominn til Fjallabyggðar á láglendinu eins og myndir sýna.

Ljósmyndir með frétt: Jón Valgeir Baldursson.
Ólafsfjörður í dag.