Vegagerðin hefur rutt snjóinn burt af Lágheiðinni, en það er gamla leiðin milli Ketiláss og Ólafsfjarðar, eða Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en vegurinn er ómalbikaður að mestu leyti. Skemmtileg leið og fallegt að keyra í góðu veðri.

Í vor og sumar hafa túristar verið að festast þarna vegna ófærðar, en ófullnægjandi merkingar voru til að útlendingar myndu átta sig á ófærðinni.