Lágheiðin milli Ólafsfjarðar og Fljóta er nú loksins opin fyrir akstur samkvæmt korti Vegagerðarinnar.  Heiðin hefur verið lokuð síðan í lok september 2021, en var opnuð núna 3. júní, sem er töluvert fyrr en á síðasta ári þegar hún opnaði ekki fyrr en 23. júní. Varað er við ósléttum vegi á heiðinni.

Vegurinn er ekki í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og er því lokaður stóran hluta árs vegna snjóa.