Lágheiðin opin
Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar er loksins orðin fær samkvæmt upplýsingum úr vegakorti Vegagerðarinnar. Stutt er síðan heiðin var ófær en Vegagerðin hugðist ekki opna veginn fyrr en snjóinn tæki að bráðna og kostnaður við verkið yrði innan skynsamlegra marka. Stundin er runnin upp.