Lágheiðin ófær
Lágheiðin milli Ólafsfjarðar og Fljóta er nú merkt ófær á korti Vegagerðarinnar. Heiðin hefur verið opin síðan 23. júní í sumar, þegar hún var rudd og opnuð af Vegagerðinni.
Vegurinn er ekki í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og er því lokaður stóran hluta árs vegna snjóa.