Lágheiðin ófær

Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar er orðin ófær. Vegurinn opnaði í júlí í sumar eftir vetrarlokunina. Vegagerðin hreinsar ekki veginn yfir veturinn, heldur aðeins þegar mesti snjórinn er farinn á vorin. Það telst nú óvenju gott að Lágheiðin skulu hafa staðið opin fram í nóvember miðað við undanfarin ár.