Lágheiðin ekki mokuð í bráð

Samkvæmt Vegagerðinni þá verður Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar ekki mokuð fyrr en hefur tekið það mikið að kostnaður við verkið verði innan skynsamlegra marka. Þá verður Siglufjarðarskarðið ekki mokað í ár frekar en síðustu tvö árin en það er ekki á áætlun Vegagerðarinnar að opna þá skemmtilegu ferðamannaleið.