Lágheiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar verður án vetrarþjónustu í vetur samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það þýðir að vegurinn verður ekki skafinn eða haldið við þar til í vor og færð og ástand vegarins er ekki skoðað. Vegurinn var ófær seint í nóvember í fyrra og var opnaður í lok maí 2017. Vegurinn er einn af fáum á Norðurlandi sem ekki hafa vetrarþjónustu.