Fyrir liggur að tjaldstæðið á Siglufirði við Snorragötu þarfnast lagfæringar. Skipta þarf um gras, fjarlægja leir og setja möl í staðinn verði svæðið nýtt með svipuðum hætti og gert er í dag. Leggja þarf lagnir fyrir niðurfallsvatn, tyrfa lóðina að nýju og ganga frá svæðinu. Þetta kemur fram í greinargerð um verkefni miðbæjar Siglufjarðar milli Fjallabyggðar og Rauðku ehf.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA