Óveðrið í vetur skemmdi varnargarðinn á Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður tjónsins á Norðurgarðinum í Ólafsfirði er um 14. m.kr, en garðurinn gaf sig á um 70 metra kafla.  Þegar óveðrið gekk yfir þá var ölduhæð á Grímseyjarsundi á milli 11 – 13 metrar sem er með því mesta sem öldumælirinn þar hefur gefið á svæðinu.

Reiknað er með að þetta viðhaldsverkefni komi til áætlunar á árinu 2014 hjá Fjallabyggð.