Lag úr Fjallabyggð í jólalagakeppni Rásar 2

Lagið Gleðileg jól eftir Magnús G. Ólafsson, skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar hefur komist í jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Flytjendur lagsins koma úr Fjallabyggð og kalla sig Evanger, en þeir eru Daníel Pétur Daníelsson sem syngur, Elías Þorvaldsson sem leikur á píanó og hljómborð og Gunnar Smári Helgason leikur á orgel og sá um mix og masteringu lagsins. Höfundur texta er Ingi Þór Reyndal. Hægt er að gefa laginu atkvæði á Rúv.is og hlusta á það þar.

Lagið hefur nú þegar fengið yfir 1000 atkvæði.