Lækka eigi skatta og gjöld í Fjallabyggð á næstu árum

Í nýrri stjórnsýsluúttekt fyrir bæjarstjórn Fjallabyggðar er mælt með að bæjarstjórnin eigi að setja sér það markmið að lækka skatta og gjöld hjá sveitarfélaginu á næstu árum. Í skýrslunni kemur frma að að skuldastaða sveitarfélagsins sé það góð og möguleikarnir til að hagræða í rekstrinum bjóði upp á slíkt.

Öfugt við margar aðrar sveitarstjórnir stendur bæjarstjórn Fjallabyggðar frammi fyrir þeim valkosti að hagræða í rekstri til að fjármagna framkvæmdir og lækka skatta og gjöld hjá sveitarfélaginu. Í sjálfu sér getur reksturinn gengið upp að öllu óbreyttu en þá þarf að viðhalda óbreyttum sköttum og gjöldum eða lítt breytum og jafnvel að taka lán fyrir nýjum framkvæmdum.

Höfundur skýrslunnar er hagfræðingurinn Haraldur L. Haraldsson.