Lægstbjóðandi í malbikun í Fjallabyggð

Þrjú tilboð bárust í verkefnið Malbikun í Fjallabyggð 2017. Kostnaðaráætlun var 49.870.000 kr. Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda sem var fyrirtækið Malbikun KM. Fyrirtækið var stofnað árið 1998 af Kristjáni B. Árnasyni og Margréti Stefánsdóttur og er með höfuðstöðvar á Akureyri.


Eftirfarandi tilboð bárust:
Hlaðbær Colas 57.047.000
Kraftfag ehf 45.810.000
Malbikun KM 43.355.750