Lægstbjóðandi í endurnýjun lagna og yfirborðs á Siglufirði

Fjallabyggð opnaði tilboð í endurnýjun lagna og yfirborðs á Túngötu, frá Aðalgötu að Eyrargötu á Siglufirði þann 24. apríl síðastliðinn. Tvö tilboð bárust en kostnaðaráætlun var 40.675.000 kr.

Bás ehf bauð 37.335.450 kr. í verkið og Sölvi Sölvason bauð 45.836.370 kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Bás ehf. sem var lægstbjóðandi í verkið.