Fjallabyggð opnaði tilboð þann 12. október síðastliðinn í verkefnið um endurnýjun þaka og þaksvala í Skálarhlíð, Dvalarheimili aldraðra á Siglufirði. Tvö tilboð bárust og voru bæði yfir kostnaðaráætlun sem var rúmar 64 milljónir.
L7 verktakar buðu 89.997.000 kr. í verkið eða tæpum 25 miljónum yfir kostnaðaráætlun og 20 milljónum yfir lægsta boði.
Berg ehf. bauð 69.580.327 kr. og voru lægstbjóðandi.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tilboð frá Berg í þetta brýna verkefni á Siglufirði.