Aðeins eitt tilboð barst þegar Fjallabyggð óskaði nýlega eftir tilboðum í sameiningar á íbúðum á 3. hæð á Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði.
Kostnaðaráætlun verksins var 16.725.024 kr, en L-7 ehf buðu 17.997.288 kr, eða rúmlega 1,2 milljónir yfir kostnaðaráætlun.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tilboð L-7 ehf í verkið.