Kynningarfundur vegna ytra mats á Leikskóla Fjallabyggðar

Niðurstöður úr ytra mati sem Menntamálastofnun framkvæmdi á Leikskóla Fjallabyggðar hafa borist fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar, sem hefur farið yfir helstu niðurstöður. Sveitarfélagið stendur fyrir kynningarfundi á niðurstöðum ytra matsins sem er eingöngu fyrir starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar, foreldra, sveitarstjórn Fjallabyggðar og fræðslu- og frístundanefnd. Fundurinn mun fara fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg, miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.00. Matsaðilar munu kynna niðurstöður.