Miðvikudaginn 1.febrúar kl. 15.00 – 16.00 er boðið til kynningarfundar á Akureyri um “Arctic Coastline Route” eða fyrsta ferðamannaveginum á Íslandi. Fundarstaður er í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, 4.hæð (Geislagötu 9). Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. Fundurinn fer fram á ensku.
Ferðamannavegurinn liggur að mestu meðfram strandlengju Norðurlands milli Sauðárkróks og Vopnafjarðar og er tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands. Verkefnið hófst árið 2016 og er tilgangur fundarins að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref. Tækifæri gefst til umræðna og áhrifa á verkefnið og er m.a. leitað hugmynda á endanlegt nafn leiðarinnar.
Verkefnastjóri Arctic Coastline Route er Christiane Stadler; Dipl. Landfræðingur.