Kynna þarf umgengnisreglur á sparkvöllum í Fjallabyggð
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar hefur kynnt drög að umgengnisreglum á sparkvöllum Fjallabyggðar. Lagt er til að fenginn verði einhver góð fyrirmynd úr meistarflokki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í knattspyrnu til að kynna reglurnar fyrir grunnskólanemum í Fjallabyggð.
Bæði eru sparkvelli á Ólafsfirði og á Siglufirði, og mikilvægt er að góð umgengni sé um þessar velli.