Sunnudagskvöldið 10. febrúar kl. 20 verður kvöldvaka í Grenivíkurkirkju.  Þar mun Petra Björk Pálsdóttir syngja ljúf og létt lög við undirleik Gunnars Tryggvasonar. Aðalsteinn Bergdal leikari mætir á svæðið og segir sögur.  Sr. Bolli Pétur Bollason flytur bænir og fáein hugleiðingakorn.  Kaffispjall í safnaðarstofu að lokinni kvöldvöku.

Verið öll hjartanlega velkomin!!