Kvöldstund í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði

Föstudagskvöldið 21. júlí kl. 20:30 í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði mun flautuleikarinn og gjörningalistakonan Berglind María Tómasdóttir flytja verk eftir Karólínu Eiríksdóttur og fleiri á hið nýstárlega hljóðfæri lokk. Lokkur sem var sérstaklega smíðaður fyrir Berglindi Maríu er samsuða langspils og rokks og hefur hún vakið mikla eftirtekt fyrir leik sinn á þetta óvenjulega hljóðfæri. Einnig mun Eyjólfur Eyjólfsson leika á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða rímur og syngja tvísöngva.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!