Annað hátíðarkvöld hjá Berjadögum í Ólafsfirði verður í Tjarnarborg í kvöld.
4. ágúst @ 20:00 – 22:30
Hátíðarkvöld í tveimur hlutum – Menningarhúsið Tjarnarborg
kl. 19:15 Húsið opnar
kl. 20:00-21:00 Frelsissveit Íslands
kl. 21:00-21:30 Hlé
kl. 21:30-22:30 Fanny Mendelssohn og félagar
//
FYRRI HLUTI ANNARS HÁTÍÐARKVÖLDS:
Frelsissveit Íslands kl. 20:00-21:00
Haukur Gröndal klarínett og tónskáld
Björg Brjánsdóttir flautur
Óskar Guðjónsson saxófónn
Birgir Steinn Theódórsson bassi
Matthias Hemstock slagverk
Sverrir Guðjónsson rödd
Frelsissveit Íslands var stofnuð árið 2010 af Hauki Gröndal. Hljómsveitin hefur starfað með hléum síðan þá og komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum og gefið út nokkur hljóðrit.
Árið 2020 hlaut Frelsissveitin íslensku tónlistarverðlaunin og Haukur Gröndal verðlaun fyrir tónverk ársins fyrir verkið ,,Four elements” og frumflutning á því af Frelsissveitinni á Reykjavík Jazz Festival 2020.
Á Berjadögum 2023 frumflytur Frelsissveitin verkið ‘’Contentum’’ eftir Hauk Gröndal.
Hlé
SÍÐARI HLUTI ANNARS HÁTÍÐARKVÖLDS:
Fanny Mendelssohn og félagar kl. 21:30-22:30
Ármann Helgason klarinett
Hrafnhildur Árnadóttir sópran
Daniel Absalon Ramirez Rodriguez klarinett
Ólöf Sigursveinsdóttir selló
Richard Scwennicke píanó
Einar Bjartur Egilsson píanó
Á þessum tónleikum er rauði þráðurinn ýðilfögur sönglög Fanny-Hensel Mendelssohn sem hljóma í flutningi Hrafnhildar Árnadóttur sópran og Einars Bjarts Egilssonar píanóleikara. Þess á milli vaxa tónsmíðar eins og ávextir á trjánum! Ekkert má falla á milli og verður að skína líkt og tímabilin í tónlistarsögunni. Listamenn eru ekki af verri endanum og hljóðfærin ólík. Einnig skiptast á skin og skúrir í stemningunni því tónlistin á sig sjálf. Fyrri helmingur kvöldsins kemur úr ranni Hauks Gröndal og Frelsissveitar Íslands. Húsið opnar kl. 19:15