Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg ekki á fjárhagsáætlun

Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki ráð fyrir kvikmyndasýningum í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.  Gert er ráð fyrir fjármagni til kaupa á hljóðkerfi í húsið í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.  Hópur íbúa í Ólafsfirði hafa farið fyrir málinu og vilja koma á föstum kvikmyndasýningum. Kvikmynd var sýnd í húsinu árið 2014 í tengslum við franska kvikmyndahátíð á vegum Sendiráðs Frakklands og Alliance francaise í samstarfi við Akureyrarbæ og Fjallabyggð.  Stöku kvikmyndasýningar hafa einnig verið í Bláahúsinu á Rauðkutorgi síðastliðin ár.

Þá hefur Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda skorað á bæjarstjórn Fjallabyggðar um að styðja fjárhagslega við að hægt verði að reka bíóhús og hefja kvikmyndasýningar að nýju í Fjallabyggð.

Á næsta ári verður haldið áfram með nauðsynlegar endurbætur á Menningarhúsinu Tjarnarborg og á meðal annars að endurnýja þak vegna leka og glugga.

Tjarnarborg