Laugardaginn 24. júní kl. 16:00 verður kvikmyndin Viljans Merki frá árinu 1954 sýnd í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði.  Jón Ólafur Björgvinsson kynnir myndina og segir frá leit sinni að gömlum ljós- og kvikmyndum í sænskum söfnum.  Myndin er almenn kynningarmynd um Ísland, menningu og þjóð og í lok myndarinnar er komið til Siglufjarðar þar sem ljómi síldarævintýrisins blasir við.  Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir.