Kvíabekkjarkirkja í Ólafsfirði hífð upp frá grunni

Stjórn nýstofnaðs Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju hefur unnið jafnt og þétt í allt vor ásamt sjálfboðaliðum að undirbúa kirkjuna fyrir tímabundinn flutning frá kirkjustæðinu. Kvíabekkjarkirkja stendur um 8 km frá Ólafsfirði og var reist árið 1892 en aflögð af árið 1915 eftir á Ólafsfjarðarkirkja var reist.

Til stendur að steypa sökkul og plötu undir kirkjuna til að vernda hana til framtíðar. Síðustu vikur og mánuði hefur kirkjan verið tæmd, kirkjubekkir teknir og allir munir. Í gær voru svo gluggar teknir úr en þar voru settir límtrésbitar þvert yfir kirkjuna svo væri hægt að hífa hana örugglega upp með risa krana. Tvær stórar ströppur voru settar á límtrésbitana og tveir minni á hvora hliðina. Kirkja var svo hífð upp og færð til á tímabundið stæði við bílastæðin. Í framhaldinu hefst svo vinna við að steypa undirstöður fyrir kirkjuna. Þegar því er lokið verður hún aftur hífð á nýjar undirstöður og gengið frá henni að því loknu. Það var mikið sjónarspil að sjá kirkjuna hífða svona upp eins og myndirnar sína.

Kirkjan var endurvígð árið 1958 og friðuð árið 1990.

Kvíabekkjarkirkja er timburhús, 9,38 m að lengd og 5,06 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er klukknaport með krossreistu þaki.

Myndir með fréttinni eru birtar með leyfi Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju.

Myndir: Hollvinafélag Kvíabekkjarkirkju