Kvennamót Golfklúbbs Fjallabyggðar

Golfklúbbur Fjallabyggðar heldur Kvennamót GFB, laugardaginn 1. september á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og er mótsgjaldið 4000 kr. Yfir 20 konur hafa nú þegar skráð sig á þetta mót.  Keppt verður í flokkum 0-22 í forgjöf og 22.1 og uppúr.

Ræst verður út af öllum teigum kl. 11:00. Veitt verða verðlaun fyrir besta skorið, lengsta teighöggið, næst hölu og flesta punkta í þremur verðlaunasætum í hvorum flokki fyrir sig.

Skráning á golf.is eða í síma 863-0240 (Rósa) 861-7164 ( Dagný)

Innifalið í mótsgjaldi er kaffihlaðborð í lok móts.

Ljósmyndir: Héðinsfjörður.is