Kvennalið Þórs óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna Evrópukeppni

Sigfús Ólafur Helgason framkvæmdastjóra Þórs, hefur óskað eftir 300.000 kr. styrk frá Akureyrarbæ vegna þátttöku kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu í Evrópukeppni í lok september og byrjun október.

Íþróttaráð Akureyrar fagnar góðum árangri kvennaliðs Þórs/KA. Íþróttaráðið hefur ekki fjárhagslegt svigrúm innan samþykkts ramma til að veita Íþróttafélaginu Þór stuðning vegna verkefnisins en óskar eftir því við bæjarráð Akureyrarbæjar að skoða mögulegan stuðning við kvennalið Þórs/KA.