Kvennalið í 3. flokki KF/Dalvíkur hóf leik á Reycup knattspyrnumótinu í morgun gegn Fjölni úr Grafarvogi. Stelpurnar léku agaðan leik og voru harðar í horn að taka. Eftir góða sókn strax í upphafi fyrri hálfleiks skoraði KF/Dalvík fyrsta mark leiksins og leiddu 0-1. Þær sköpuðu sér góð færi í leiknum en staðan var 0-1 í hálfleik. Það var einnig hart barist um hvern bolta í síðari hálfleik og náðu bæði lið að skapa sér tækifæri en ekki mikið um opin færi. Markmaður KF/Dalvíkur varði þó nokkrum sinnum vel.
Allt stefndi í 0-1 sigur, en eftir þunga sókn undir lok síðari hálfleiks var KF/Dalvík með margar stelpur í teignum hjá Fjölni og áttu nokkrar skottilraunir en Fjölnir var í nauðvörn. Eftir gott spil innan teigs náði KF/Dalvík sínu öðrum marki og tryggði sigurinn undir blálokin. Fjölnir náði einni sókn til viðbótar og varði markmaður KF/Dalvíkur aftur vel.
Dómarapar leikins dæmdi vel og þegar foreldrar vildu fá aukaspyrnu fyrir sitt lið svaraði annar dómarinn: ” Ég er með þetta”.
Góð liðsframmistaða hjá KF/Dalvík og frábært að byrja mótið á sigri.
KF/Dalvík liðin gista í Álftamýrarskóla og eru með rútu til að koma liðinu í Laugardalinn. Þeir sem eru með foreldra á mótinu hjálpa einnig til að koma öllum á áfangastað.
Næsti leikur kvennaliðsins er síðar í dag gegn Val, og má búast við erfiðum leik.
Strákarnir í KF/Dalvík fylgdust vel með leiknum og voru á hliðarlínunni að hvetja stelpurnar áfram.