Dalvík/Reynir og ÍR mættust í dag í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR. Dalvík/Reynir byrjaði fyrri hálfleik vel og skoruðu á 14. mínútu þegar Hafdís Nína Elmarsdóttir skoraði. D/R var yfir 0-1 í hálfleik.
D/R byrjaði líka seinni hálfleik vel og skoruðu á 47. mínútu þegar Júlía Karen Magnúsdóttir kom þeim í 0-2. ÍR gerði tvöfalda skiptingu strax eftir þetta mark en D/R gerði tvöfalda skiptingu á 60. mínútu.
Aníta Ingvarsdóttir gerði þriðja mark D/R á 61. mínútu og voru gestirnir komnir í góða stöðu.
Erika Egilsdóttir gerði lokamark leiksins á 89. mínútu þegar hún gerði fjórða mark Dalvíkur/Reynis.
Lokatölur 0-4 og frábær útisigur hjá D/R.
Dalvík/Reynir hefur nú leikið 6 leiki í deildinni en nokkur lið hafa aðeins leikið 3-5 leiki og er því erfitt að meta stöðuna í töflunni um þessar mundir.