Kvennalið meistaraflokks Dalvíkur/Reynis mætti Álftanesi á Dalvíkurvelli í gær í lokaleiknum í C-úrslitum í 2. deild kvenna.
D/R átti draumabyrjun þegar Helga María Viðarsdóttir skoraði á 2. mínútu leiksins. Hennar fyrsta mark í deildinni í sumar. D/R leiddi 1-0 í hálfleik.
Stelpurnar frá Álftanesi voru ekki búnar að gefast upp og hafa eflaust fengið góða ræðu í hálfleik frá þjálfara. Álfanes skoraði strax á 46. mínútu og jöfnuðu leikinn í 1-1.
Á 54. mínútu komust svo gestirnir yfir 1-2 og gerðust hlutirnir hratt í upphafi síðari hálfleiks. Á 59. mínútu skoraði Álftanes sitt þriðja mark og voru komnar í 1-3 þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum.
D/R gerði nokkrar skiptingar undir leikslok, en tókst ekki að skora fleiri mörk. Lokatölur 1-3. D/R tapaði því þremur síðustu leikjum mótsins.